Fundarhöld í óveðurstíð

Frambjóðendur VG í nýju sameinuðu sveitarfélagi ætluðu sér að funda á Djúpavogi, Seyðisfirði, Borgarfirði eystra og Egilsstöðum í vikunni, í þessari röð. Það fór ekki betur en svo að þrír frambjóðendur urði veðurtepptir á Egilsstöðum eftir fundinn á Djúpavogi á mánudaginn og komust ekki til síns heima fyrr en í dag þar sem Fjarðarheiði og Vatnsskarð var lokuð. Fundum sem halda átti á Seyðisfirði og Borgarfirði var vegna þessa frestað um viku. Fundað verður á Tehúsinu á Egilsstöðum í kl. 17:00 – 18:30.

Þetta gefur frambjóðendum auðvitað byr undir báða vængi í baráttunni fyrir bættum samgöngum!