Pétur Heimisson í VG-varpinu

Þá er það ákveðið. Kosið verður í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi 19. september. Kjósa átti í apríl en kosningunum var frestað vegna Covid-19. Það er því viðeigandi að deila með ykkur fjórða VG-varpinu, viðtali við Pétur Heimisson, framkvæmdarstjóra lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands og 7. frambjóðenda á lista Vinstri grænna. Pétur kemur m.a. inn á kosningarnar framundan, náttúruvernd, lýðheilsu, mikilvægi opinbers heilbrigðiskerfis og hvernig hafi verið brugðist við COVID-19 hjá HSA.

Hér má hlusta á viðtalið.