Heilbrigðismál

Heilbrigðisþjónusta er ein grunnstoða samfélagsins og gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu mikið hagsmunamál fyrir íbúa sveitarfélagsins. Leggja þarf áherslu á lýðheilsumál og beita heilsueflandi hugsun við ákvarðanatöku, skipulag og framkvæmdir, með vellíðan allra íbúa að leiðarljósi.

  • Þrýsta þarf markvisst á um úrbætur í heilbrigðisþjónustu og nota til þess heilbrigðisstefnu til 2030.
  • Standa þarf vörð um og efla heilsugæslu m.a. bráðaþjónustu á Egilsstöðum.
  • Styðja þarf enn betur við Austurlandslíkanið og stuðla að frekara samstarfi milli fagaðila.  

Önnur stefnumál

Atvinna
Íþróttir og tómstundir
Mannréttindi
Menningarmál
Menntun
Náttúruvernd
Sameiningin
Samgöngur
Skipulagsmál
Umhverfis- og loftslagsmál