Íbúar í nýsameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi gera upp hug sinn um hvað kjósa skal í sveitarstjórnarkosningum 19. september
VG býður fram lista undir merkjum hreyfingarinnar og af því erum við mjög stolt.
Mikilvægt er að sameiningin takist vel og að íbúarnir skynji sveitarfélagið strax sem eina heild. Við viljum samt að hvert byggðarlag fyrir sig, haldi áfram að njóta sérstöðu og eflast á grunni bættrar þjónustu í nýju sveitarfélagi.
Framboðslisti VG er skipaður einstaklingum vítt og breitt úr sveitarfélaginu sem hafa fjölbreyttan bakgrunn og sérfræðiþekkingu sem nýtast mun framboðinu vel í þeim stóru verkefnum sem framundan eru. Listinn hefur einnig á að skipa góðri breidd er varðar aldursdreifingu og reynslu.
Eftirtaldir einstaklingar skipa listann:
1. Jódís Skúladóttir, lögfræðingur.
2. Helgi Hlynur Ásgrímsson, útvegsbóndi og hreppsnefndarmaður.
3. Þórunn Hrund Óladóttir, aðstoðarskólastjóri og bæjarfulltrúi.
4. Kristbjörg Mekkín Helgadóttir, nemi.
5. Andrés Skúlason, fyrrverandi oddviti.
6. Svandís Egilsdóttir, skólastjóri.
7. Pétur Heimisson, heimilislæknir.
8. Þuríður Elísa Harðardóttir, fornleifafræðingur.
9. Ásgrímur Ingi Arngrímsson, skólastjóri og veitingamaður.
10. Kristín Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur.
11. Bergsveinn Ás Hafliðason, nemi.
12. Guðrún Schmidt, náttúrufræðingur .
13. Kristján Ketill Stefánsson, framkvæmdastjóri.
14. Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri.
15. Svavar Pétur Eysteinsson, hönnuður og tónlistamaður.
16. Jóhanna Gísladóttir, kennari.
17. Þór Vigfússon, myndlistamaður.
18. Karen Erla Erlingsdóttir, forstöðumaður.
19. Skarphéðinn Þórisson, líffræðingur.
20. Andrés Hjaltason, bóndi.
21. Daniella B Gscheidel, læknir.
22. Jón Ingi Sigurbjörnsson, kennari.
Framboð VG starfar eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna með það að leiðarljósi að hugsa á heimsvísu og framkvæma heima fyrir. Hér að neðan eru helstu áherslur úr stefnu framboðsins.