Samgöngur

Tryggar og góðar samgöngur eru ein af lykilforsendum þess að nýtt sameinað sveitarfélag  virki bæði í félags- og efnahaglegum skilningi. Þrýsta þarf á um stöðugar samgöngubætur, góðar almenningssamgöngur, öfluga vetrarþjónustu og innanlandsflug sem virkan og raunhæfan samgöngumáta fyrir almenning.

  • Veita þarf virkt aðhald til að tryggja: heilsársveg um Öxi, Fjarðarheiðargöng, bundið slitlag á Borgarfjarðarveg og nýja brú yfir Lagarfljót.
  • Til framtíðar þarf að styrkja almenningssamgöngur innan sveitarfélagsins með það fyrir augum að gera bíllausan lífsstíl að raunhæfum möguleika. Kanna þarf möguleika á því að gera almenningssamgöngur innan sveitarfélagsins gjaldfrjálsar.
  • Innanlandsflug ætti að skilgreina sem almenningssamgöngur.

Önnur stefnumál

Atvinna
Heilbrigðismál
Íþróttir og tómstundir
Mannréttindi
Menningarmál
Menntun
Náttúruvernd
Sameiningin
Skipulagsmál
Umhverfis- og loftslagsmál