Meðal mikilvægustu málefna samtímans eru umhverfis- og loftslagsmál og leggur framboð VG ríka áherslu á að þeim sé sinnt af krafti á vettvangi nýs sveitarfélags. Mikilvægt er að unnin verði heildstæð stefna fyrir sveitarfélagið í umhverfis- og loftslagsmálum.
- Vinna þarf umhverfisáætlun sem snýr að sveitarfélaginu sjálfu og starfsemi þess.
- Tryggja þarf kennslu í umhverfis- og loftslagsmálum á öllum skólastigum og auka umhverfisvitund og vilja til aðgerða í samfélaginu.
- Vinna þarf aðgerðaáætlun í loftslagsmálum fyrir sveitarfélagið í samræmi við markmið um kolefnishlutlaust Ísland 2040 og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
- Huga þarf að sorphirðu og úrgangsmálum í sveitarfélaginu þar sem í auknum mæli verður að líta á úrgang sem hráefni til endurnýtingar. Vinna þarf að því að loka urðunarsvæðum.