Náttúra og ósnortin víðerni í sveitarfélaginu eru verðmæti sem verður að verja. Hvetja þarf til verndunar og friðlýsinga innan sveitarfélagsins og vinna áfram að uppbyggingu á þegar friðlýstum svæðum. Eins þarf að halda áfram að vinna að endurheimt raskaðra vistkerfa og stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra.
- Hafna þarf öllum áformum um nýjar virkjanir m.a. á óröskuðu viðerni Hrauna og nærliggjandi vatnasviði.
- Komi til þess að virkja þurfi frekar fallvötn í framtíðinni skal horfa til þeirra svæða sem þegar hefur verið raskað vegna stórtækra virkjana.
- Tryggja þarf fræðslu og efla umræðu um náttúruvernd og gera greinarmun á bændavirkjunum til sjálfsþurftar annarsvegar og hinsvegar virkjunum allt upp í 9,9 MW sem nefndar eru smávirkjanir.
- VG styður uppbyggingu hálendisþjóðgarðs og að óröskuð víðerni á hálendinu verði innan þjóðgarðins.
- Efla þarf vinnu við endurheimt raskaðra vistkerfa m.a. með uppgræðslu á rofsvæðum og endurheimt votlendis.
- Hreinsa þarf þau svæði þar sem mengunarslys eru fyrirsjáanleg.