Eitt af stærstu verkefnum nýrrar sveitarstjórnar er sameining sveitarfélagsins. Við viljum að stjórnsýslan einkennist af virkri þátttöku íbúa, góðu upplýsingaflæði, vandaðri áætlanagerð og ábyrgri fjármálastjórn. Mikil vinna nýrrar sveitarstjórnar mun fara í að samþætta innviði í nýju sveitarfélagi en við viljum líka horfa fram á veginn þótt kjörtímabilið sé stutt. Við viljum hefjast strax handa við að nýta tækifærin til vaxtar fyrir allt sveitarfélagið. Stafræn vinnsla og þjónusta skal verða leiðandi í nýju sveitarfélagi m.a. með því að byggja upp öfluga fjarfundaaðstöðu. Áríðandi er að bregðast við mannfjöldaspá Byggðastofnunar frá 2018 þar sem gert er ráð fyrir mikilli fólksfækkun á Austurlandi og vinna áætlun til næstu 5 ára.